Lundaveiði

Einn sólríkan frídag brugðu tveir af leikurunum okkar, þeir Þröstur Leó Gunnarsson og Hilmir Snær Guðnason sér í veiðiferð í nálægt lundavarp.  Afraksturinn var kominn í hús síðar sama dag, ríflega fimmtíu Lundar sem voru hamflettir, steiktir og framreiddir af þeim Hilmi og Þresti um kvöldið.

1389147684_5fbda62173

1389147560_f36cc422a5

1389147450_72cf4e61d1

Prófasturinn, eins og lundinn er stundum kallaður af Flateyingum, rann ljúflega niður með dýrindis berja og gráðaostasósu, nýjum kartöflum og fersku sallati.  Herramannsmatur úr matarkistu Breiðafjarðar.

1389147308_7f37a46236


Sól og blíða...

Þá er önnur vika okkar í Flatey liðin og tökutímabilið hálfnað.  Fram til þessa hefur allt gengið eins og í sögu, senurnar eru "klappaðar" inn hver á fætur annarri enda veðurfarið eins og eftir pöntun.  Sól og stilla hérumbil hvern einasta dag, eiginlega komið fullgott af slíku og hér mætti fara að rigna aðeins og blása fyrir þær senur sem skrifaðar voru með slíkt í huga.  Hér er Geir "Glæsimenni" Magnússon, yfirmaður ljósadeildar, að taka aðeins út sólina.

1388096115_474818fea3

Leikstjórinn fækkaði sömuleiðis fötum í hitanum, en Steingrími hljóðmanni, sem sést í baksýn, þótti nóg um svækjuna og brá á það ráð að klæða af sér hitann.  Með þennann höfuðbúnað gek hann undir nafninu "Abbadísin" þann daginn.

1388097487_7e33c6c5bd

Hér er svo Sigurlaug, "Runner", eða Hlaupari, að njóta góðviðrisins, en hún hefur það hlutverk að snattast um eyjuna allann liðlangann daginn til og frá tökustað með það sem vantar hverju sinni, auk þess sem hún sinnir ýmsum öðrum störfum eftir þörfum og innir það allt vel af hendi.

1388995798_4a0e50cb0a

Haukur kokkur naut einnig veðurblíðunnar á veröndinni við Vog, gistiheimili sem hjónin Lalli og Sísí (Jóhann Sigurðarson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir) reka með miklum myndarbrag í sögunni okkar um Jón.

1388997258_a28287d1e5

Í blíðunni voru húsgögnin borin út úr Vogi og kaffið drukkið úti á túni á meðan upptökur fóru fram innandyra.

1388998770_babe34db20

1388102425_e907b1377d

En flutningurinn út hafði reyndar lítið með sólskinið að gera.  Á meðan leikmyndadeildin sá um flutningana út höfðu þeir Steingrímur og Árni hljóðmenn umbreytt veitingasal gistiheimilisins í tónleikasal og upptökuver enda voru voru stelpurnar í hljómsveitinni Aminu, Edda, Hildur, Sólrún og María, komnar til þess að leika hlutverk í kvikmyndinni og leika á létta strengi, og sagir, fyrir okkur í einn dag og á Vogi var var hljóðritað og kvikmyndað langt fram á kvöld.
1388102599_19415b41d0

1388999314_2e609ab41f

1388999462_74c8d7ef47

1388993022_5eb160b6dc

1388096365_ebe330bc82

1388096549_d6d232b3a9

1388096627_f643ad2a9d

Dagin eftir var enn meiri sól og Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona neyddist til þess að vefja sig höfuðdúk til þess að verja ljósa húð sína, enda rauðbirkin og ekki hægt að hætta á það að freknum fjölgað á milli upptökudaga, það gæti skilað sér í því að leikkonan hefði í kvikmyndinni t.d. fimm freknur á leiðinni inn í eldhús, en fimmtíu þegar hún kæmi til baka.

1388993580_d4fe8fabd1

Sá sem fylgist með þess háttar hættum eða "Continuity mistökum" (Sem gæti útlagst "Samfelduvillur" við kvikmyndaupptökur, er svokölluð "Skripta".  Hlutverk "Skriptunnar" er að fylgjast með því að leikarar séu í réttum búningum í réttum senum, telja hversu margar tölur eru hnepptar á skyrtum, hvoru megin við húsið guli traktorinn var staðsettur í atriðinu á undan o.sv.fr.  Sömuleiðis skráir "Skriptan" niður upplýsingar frá kamerudeildinni varðandi hvaða linsur eru á tökuvélinni og hversu mörg fet fóru í hverja upptöku eða "Skot" eins og það heitir á fagmálinu.

Skriptan vinnur yfirleitt náið með svonefndum "Clapper-Loader" en hans hlutverk er bæði að sjá um að hlaða filmu í myndavélina sem og að munda "Klapptréið", en það er hvíta og svarta skiltið með sebramáluðum lista við einn endann sem hægt er að skella niður svo heyrist hvellt "Klapp" hljóð.  Þessu skilti er haldið er framan við kvikmyndatökuvélina áður en hver upptaka hefst og "Klappað".  Klappið þjónar þeim tilgangi að samhæfa hljóð og myndrás þegar leggja þarf báðar saman í eftirvinnslu.  Á klappskiltið eru líka skráðar ýmsar upplýsingar sem verða að fylgja hverri upptöku.  Númer hvað atriðið er í handritinu, sem og "Slate" númer, en nýtt "Slate" númer er skráð í hvert skipti sem skipt er um uppsetningu á kvikmyndavélinni, hvort heldur sem um ræðir nýtt sjónarhorn eða aðra linsu.  Síðast er svo kallað tökunúmerið.  Númer hverrar upptöku, innan hvers "Slate".  Þannig að rétt áður en upptaka hefst kallar "Clapper/Loader" eða hver það er sem klappar, stundum Skriptan sjálf, annar aðstoðartökumaður eða jafnvel aðstoðarleikstjóri, eins og hjá okkur, t.d. eitthvað þessu líkt "Slate 200, Atriði 74, Taka eitt".  Hér sést Pálmi Baltasarsson, sem fer með lítið hlutverk í myndinni, fylgjast íbygginn með klapptrénu rétt fyrir upptöku.

1388096865_e673394b54

Þess má svo til gamans geta að þegar "Slate" 111, 222, 333, 444, og samsvarandi tökunúmer, 111 fyrstu töku, 222 annarri töku, o.s.fr., eru "klöppuð", þá er hefð fyrir því að "klappa á" einhverja deildina, hljóðdeild, eða ljósadeild eða búningadeild t.d. sem er þá skylt að bjóða upp á einhverskonar huggulegheit að loknum tökudegi.  Súkkulaði, kampavín, nudd eða eitthvað ámóta.  Sömuleiðis er hefð fyrir því að veðja á heildar "Slate" fjölda kvikmyndarinnar í upphafi kvikmyndaupptöku og hlýtur sá sem kemst næst endanlegum Slatefjölda einhverskonar verðlaun í lokahófinu.  Lísa Kristjánsdóttir sem gegnir við upptökur "Brúðgumans" bæði hlutverki skriptu, clapper og aðstoðarleikstjóra sést hér leggja klapptréið til hliðar og fá sér hádegis sundsprett í Grýluvogi við Gistiheimilið okkar.

1388993858_bcdcbf0112

Á meðan sinnir Atli "Herra Flatey" Grétarsson leikmyndasmiður og hönnuður sínu starfi.

1388097131_3481158dc3

1388994136_b822477475

Þó sólin sé ágæt þá skapar hún ýmis vandræði fyrir kvikmyndaupptökur þegar hún skín linnulaust allann daginn.  Eitt vandamál er til dæmis það að birtumagn innandyra verður of mikið til þess að hægt sé að taka upp atriði sem eiga að gerast seinnipart dags eða í rökkri, þá er brugðið á það ráð að ND-a gluggana eins og ég fjallaði um í síðasta Bloggi, eða jafnvel að skerma þá alfarið af með svörtum hlemmum sem kallaðir eru flögg.  Hér er glæsimennið Geir ljósameistari með sjóngler sín í forgrunni en á bakvið hann er Snorri aðstoðarmaður sem fékk það hlutverk í nokkra klukkutíma að halda flagginu kjurru í gjólunni fyrir glugga á annarri hæð.

1388097379_cddd7a354d

Á meðan fóru fram myrkraverk innandyra þar sem Jóhann Sigurðarson og Laufey Elíasdóttir brugðu sér í hlutverk föður og dóttur og skröfuðu aðeins saman rétt fyrir háttatímann.

1388097631_1cf2fbc2f2

1388097795_45a718091f

Á meðfylgjandi myndum má svo glöggt sjá að það getur verið þröng á þingi þegar taka þarf upp undir rjáfri í gömlum timburhúsum og allar deildir með sín tæki og tól þurfa að komast að.

1388994782_fdec8fedaa

1388098069_9c008749f3

En þó gluggar séu myrkvaðir og gluggarúður lagðar filmu til þess að minnka birtuna yfir daginn verður oft að setja upp margskonar ljós innandyra þegar rökkva tekur og halda verður sama birtumagni út upptökuna þann daginn. 


1388098197_41a477e1c8

1388098309_181eb8776e

Hér sjást Geir  og Hinrik koma einu slíku fyrir á meðan Björn Bergsteinn kvikmyndatökumaður og "Tökuskáld" eins og hann var merktur þann daginn, mælir ljósmagnið með til þess gerðum ljósmæli.

1388098419_192bbaa18b

Og á þessario mynd mundar Bergsteinn "Viewfinderinn".  Apparat sem er í rauninni bara linsa með haldfangi sem hægt er að horfa í gegnum, þarfaþing þegar ákveða þarf sjónarhorn og linsugerð áður en tökuvélinni er stillt upp.


1388100325_2d06c7e8d8

Daginn eftir var svo haldið niður á bryggju við gamla frystihúsið þar sem sérstaklega viðamikið atriði á sér stað.  Aminurnar voru með í för.

1388995348_b7e5782ce3

1388098691_c87f38ee79

Og líka hópur af Pólskættuðum Íslendingum úr Mosfellsbænum sem brugðu sér í hlutverk farandverkamanna.  Hér eru þeir Jacek, Gregorz, Januscz, Rafal og Stefan í góðum gír.

1388995656_259fc4021c

Flateyjarferjan Baldur lék einnig stórt hlutverk og leysti það af hendi með stakri prýði.

1388099125_54afcd8eba

Einnig nutum við liðsinnis þýskrar fjölskyldu sem brá sér í hlutverk fuglaskoðara í Flatey og féllu svona líka vel að sínum hlutverkum, hér eru þau komin upp á "Guided tours of Flatey" vagninn hjá Berki (Þröstur Leó Gunnarsson) ferðamálafrömuði og athafnaskáldi.
1388099309_bfe6ad5544

1388099471_9ed136380b

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson stóðu í ströngu þann daginn, enda reyna atriði með miklum fjölda leikara yfirleitt sérstaklega á útsjónarsemi og skipulögð vinnubrögð við kvikmyndatöku.

1388099637_56121ac4c8

1388996462_734142dadf

Seinni part dags var svo haldið á haf út með Margréti Vilhjálmsdóttur, hér sést leikstjórinn einn á báti að sannreyna hvort fleyið haldi ekki örugglega vatni áður en leikkonan var sett um borð.
1388099893_e5b881b194

1388997744_1bc76141be


1388100961_1f9613c0e3

Þá var upptökum með Margréti lokið í bili a.m.k. og aðrir leikarar tóku hennar stað fyrir framan kvikmyndatökuvélina.  Hér eru þau Sjonni (Ólafur Darri Ólafsson) og Malla (Ilmur Kristjánsdóttir) mætt til leiks.

1388996704_c276f60ffa

1388100227_279747f0e6


Fyrsti tökudagur Ólafs Darra var reyndar töluverð þrekraun þar sem handritið útheimtir að persóna hans þvælist klæðalítill um eyjuna þvera og endilanga í napri morgungjólunni, en Darri skoraðist ekki undan því.  Hér sést Áslaug Dröfn Sigurðardóttir "Pensill" bregða greiðu í lubban á honum á meðan Lísa Kristjánsdóttir stappar í hann stálinu á síðustu metrunum.

1388997082_390a0bc646

Það var örþreyttur leikari sem skreiddist undir sæng það kvöldið og íklega hefur hann verið töluverðan tíma að fá yl í kroppinn eftir þetta 12 tíma stripl í Flatey á nærbuxum og mittisúlpu einum klæða.

1388997356_28a745295f

Og þá var skipt yfir í næturtökur.  Upptökuliðið lagðist til svefns upp úr sex um kvöldið og reis svo úr rekkju um klukkan 3 til þess að freista þess að fanga "Töfrastundina" eða "Magic hour" eins og útlendingarnir kalla þann tíma sem bjart er við sólarupprás eða sólsetur án þess þó að sól sjáist á lofti.  Í þessum ljósaskiptum dags og nætur var því haldið upp að Klausturhólum, þar sem talið er að Flateyjarklaustur hafi staðið einhverntíma á 11 öld, og allt sett á fullt enda aðeins um örfáa klukkutíma að ræða og um að gera að nýta tímann vel.

1388998000_c8b2f50a73

1388998126_e49862a5cd

1388998254_6683395c23

Á þessum myndum sést breytingin á ljósinu greinilega en þær eru teknar yfir rétt um tveggja klukkustunda tímabil.

Og það er fleira sem breytist heldur en ljósið.  Hitastigið flakkar um þónokkrar gráður eins og eðlilegt er þegar dagur tekur við af nóttu.  Þegar tökur hefjast er um að gera að klæða af sér bannsett næturkulið.

1388998434_7ba763bad0

Og svo verða menn að fækka skjólflíkum eftir því sem líður á daginn.  Hér nær Steingrímur hljóðmaður að teygja aðeins úr sér í morgunsólinni á milli upptakna.

1388998584_0d3e89765c

Meira síðar... 


Brúðguminn í Flatey

Velkomin á Flateyjar-bloggið.  Hér geta áhugasamir skyggnst aðeins á bakvið tjöldin og slegist í för með okkur sem í þessum skrifuðu orðum vinnum að upptöku kvikmyndarinnar "Brúðguminn" í Flatey á Breiðafirði. 

"Brúðguminn" er mynd á léttu nótunum um lífsgleðina og leitina að hamingjunni með ljúfsárum undirtón þó, enda ekkert ljós án skugga.  Sagan fjallar um háskólakennarann Jón. sem reynir að átta sig á tilverunni og sjálfum sér eina bjarta sumarnótt í Flatey á Breiðafirði.  Handritið er eftir Baltasar Kormák og undirritaðan, leikstjórn í höndum þess fyrrnefnda og um framleiðslu sér Agnes Johansen.  Með helstu hlutverk fara:  Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þröstur Leó Guðmundsson, Ólafur Darri Ólafsson og sá sem hér skrifar, Ólafur Egill Egilsson.  Þess má svo geta að komandi jólasýning Þjóðleikhússins skartar sömu leikurum og verður byggð á sama grunni og handritið að "Brúðgumanum"

En semsagt, upptökur hófust 1. ágúst í Reykjavík, rétt fyrir utan Háskóla Íslands.

1388691932_716a1ae7f6

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá kvikmyndatökuvélina okkar, útbúna með öflugri aðdráttarlinsu sem beint var að einum glugga háskólabyggingarinnar þar sem Jón (Hilmir Snær Guðnason) er að kenna.  Á neðri myndinni má einnig greina Steingrím E. Guðmundsson, hljóðmann í glugganum með Hilmi.

1388692818_a0986f45c5

1387876051_9aeef52c8e

Svo var farið inn í Háskólann og ljósum og tilheyrandi búnaði stillt upp á göngum.

1387800579_991fecbbf0

Hér bregður Guðmundur Erlingsson, ljósamaður, eða "Best-Boy", aðstoðarmaður ljósameistarans eða "Gaffersins" eins og það heitir upp á ensku, sér bakvið kennaraborðið svo unnt sé að mæla ljósmagnið sem berst á andlitið á honum og stilla kvikmyndatökuvélina eftir því.

1387876383_106a5eab8a

Föngulegur hópur ungmenna tók að sér að leika nemendur Jóns í langdreginni kennslustund og stóð sig með prýði.  

1387876509_af994e2360

Hér má t.d. sjá Sigurð Kjartan Kristinsson, uppstrílaðan eins og dæmigerðan Háskólanema, eða hvað...

1388772724_764015a7da

 Gretar Reynisson, myndlistarmaður og höfundur leikmyndar, fylgdist grannt með framvindu mála.

1387800431_85b310df92

Svo var Háskólinn kvaddur og daginn eftir var haldið niður á brúnna yfir tjörnina, á Skothúsveginum, þar sem einhverjir gætu hafa rekist á kvikmyndatökulið uppúr klukkan fimm um morguninn.  Dagurinn er yfirleitt tekinn snemma í kvikmyndatökum, þar sem allt snýst um að nýta dagsljósið sem best, en nú var farið sérlega árla af stað þar sem lá á að ljúka tökum á tjarnarbrúnni áður en Reykjavíkurmaraþonið hæfist, seinna um morguninn...

Svo var haldið á síðasta upptökustaðinn í Reykjavík, virðulegt timburhús í Mjóstrætinu í Grjótaþorpinu, sem gengur undir nafninu "Vinaminni" en þar hafði íbúð undirritaðs verið umbreytt í heimili Jóns.  Ljósadeildin stóð aftur í ströngu og nú þurfti að breyta lýsingunni þannig að trúanlegt væri að Jón væri að snæða kvöldmat, þó að klukkan væri rétt tæplega hálfeitt á hádegi.  Þá var gripið til þess ráðs að ND-a gluggana.  Það er að líma svo kallaða Neutral Density plastfilmu á allar rúður og breyta þannig dagsljósi í íslenska kvöldbirtu.

1387917091_b2f59997fd

Föstudaginn 3. ágúst var svo farið í ferðafötin og haldið áleiðis til Flateyjar.  Á leiðinni var stoppað á heiði þar sem stutt atriði með foreldrum Jóns (Karli Guðmundssyni og Herdísi þorvaldsdóttur) var tekið upp í hressandi roki með bláleitan Snæfellsjökulinn í baksýn.

 1387796015_6cafb948fc

1387876213_2ac02e63b9

1388692340_26228e7cac

Hér fyrir ofan er verið að taka fókus, eins og sagt er, en þá mælir aðstoðartökumaðurinn, Omar Jabali, fjarlægðina frá kvikmyndatökuvélinni að viðfangsefninu með málbandi og skráir hana hjá sér, svo er hann ábyrgur fyrir því að halda öllu í réttum fókus á meðan upptöku stendur eða velja hvað á að vera í fókus og hvað ekki og stilla linsurnar eftir því "Pulla" eins og það heitir.  þegar fókusinn breytist í upptöku, einhver gengur frá eða að kvikmyndatökuvélinni þá sér "Focus pullerinn", (Eða "skerpuskrúfari" eins og það útleggst á íslensku samkvæmt Eyvindi Erlendssyni leikstjóra) svo um að breyta fókusnum með sérstakri fjarstýringu sem stillir linsurnar á myndavélinni á meðan hún er í höndum kvikmyndatökumannsins og hann beinir henni að leikurunum.

1388692102_cc099f82a1

Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarleikstjóri brosti blítt, enda stolt af nýju prjónahúfunni sinni og slétt sama þó vindurinn gnauðaði.

1388692224_aee8eaf7da

Steingrímur hljóðmaður var hins vegar ekki alveg jafn hress, enda er hávaðarok síst af öllu kjör aðstæður fyrir hljóðupptöku.

Gunnlaugur Egilsson bróðir minn slóst í för með okkur upp á heiðina og sá um að koma Ömmu okkar Herdísi Þorvaldsdóttur (Í hlutverki móður Jóns) örugglega aftur til byggða þegar hún hafði lokið sinni rullu þennann daginn.

1387796535_46b7ee70da

1387800843_32d449e466

Þá var stoppað í frábæran hádegismat á Stykkishólmi á Narfeyrarstofu (Þakka ábendinguna), og svo var Flateyjarferjan Baldur fermdur, sem tók drjúga stund enda ekki lítið magn af tækjabúnaði sem fylgir kvikmyndatökum yfirleitt.  

1387798563_7059d13a26

Skipstjórinn á Baldri var þó einstaklega þolinmóður, og með sérlegri útsjónarsemi og lagni tókst hleðslumönnum ferjunnar að koma öllu fyrir um borð, meira að segja sexhjólinu okkar, en það eru ekki bílar í Flatey, enda ekki nema einn vegur.  Enginn þarf þó að kvíða því að við séum að spóla upp viðkvæma náttúru eyjunnar, sexhjólið er á sérstökum túttuhjólum sem rétt bæla gras þar sem ekið er yfir, auk þess sem hvergi er farið nærri fuglavarpinu, en meira um það síðar.

1388693468_b6c83c108b

Eftir hleðsluna var loks hægt að leysa landfestar og leggja úr höfn og þá var umsvifalaust stillt upp í tökur á ný.  Á meðan kona Jóns, Anna, (Margrét Vilhjálmsdóttir) var púðruð aðeins æfðu Baltasar og Hilmir framvindu senunnar sem gerist um borð.

1388862982_4cbe494525

1387796781_5e5442a033

Svo fór gamanið að kárna, rok og rigning gerðu öllum erfitt fyrir auk þess sem drekkhlaðinn Baldur veltist aðeins meira en góðu hófi gegndi.

 1387797177_8b183ca467

1388693088_43e65d5c8c

1387797085_013b1aad0b

Allt hafðist þetta þó og innann skamms var hægt að pakka kvikmyndatökuvélinni niður og virða fyrir sér Flatey rísa úr sæ fyrir stafni Baldurs.

1388693190_7b172bbd00

Á bryggjunni var margt um manninn, enda verslunarmannahelgi og íbúafjöldi eyjunnar margfaldur á við það sem vanalegt er.

1387797565_34a7cba1d9

Aftur var dokað við á meðan við affermdum, hér er rafstöðin okkar komin heilu og höldnu á bryggjuna, (beyglurnar voru á greyinu fyrir flutningana)

1388693938_93b4eb23af

1387798351_29f199552d

Þröstur Leó Gunnarsson, sem leikur athafnaskáldið Börk komst líka meira og minna óbeyglaður í land sem og Númi sælkerakokkur, sem átti hlé frá því að kokka fyrir Björk á tónleikaferðalagi sínu og gat komið með okkur í nokkra daga.   

1387798033_d58408881a

Að lokum var allt okkar hafurtask komið frá borði og Atli Geir, leikmyndasmiður og þúsundþjalasmiður gat andað léttar.  Atli hafði farið nokkrum dögum fyrr út í eyju og eins og sést á myndunum var hann búinn að aðlagast hinu sérstaka afslappaða andrúmslofti Flateyjar fullkomlega.

1388694218_19b1df13a6

Hera Ólafsdóttir, Framleiðslustjóri, sem sér um samskipti við Reykjavík og ýmsar tilfallandi redingar.  Sigurlaug hlaupari, sem sendist og snýst í snúningum, og Lísa aðstoðarleikstjóri og tökustaðarstjóri voru líka glaðar með að vera lentar heilu og höldnu í Flatey eftir volkið.

1388694498_065376d7a2

 Fyrsta mál á dagskrá var að koma sexhjólinu í gang og hér er það Magnús, ábúandi á Kríuhólum í Flatey og velgjörðarmaður okkar sem spreytir sig á tækinu.

1388693580_fcb2afcfa4

Og þá hófust upptökur í Flatey.  Þetta er að minnsta kosti þriðja kvikmyndatakan sem á sér stað í eyjunni, hinar eru sjónvarpsþættirnir um Nonna og Manna og kvikmynd Guðnýar Halldórsdóttur Ungfrúin Góða og Húsið. Auk þess sem stuttmynd á vegum Leiklistarskóla Íslands var tekin hér upp í kringum aldamótin síðustu.

1388694648_0c4afa1018

1387799465_47f4d3c408

1388695596_4da4813235

1387799299_2d96de1c4f

Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan eru flestir í tökuliðinu farnir að ganga með hjálma utandyra.  Ástæðan er hinn árlegi sumardvalargestur Flateyjar, og ef marka má frekjuöskrin, hinni eiginlegi ábúandi og eigandi eyjunnar, Krían.  Fyrirvaralaust steypast þær á okkur ofan úr himnunum, gaggandi reiðar og höggva í toppstykkin á okkur.  Reyndar eru þær aðeins farnar að venjast við kvikmyndabröltið og kippa sér ekki mikið upp við það þó við göngum nálægt varpstöðvunum, eða þá að þær eru bara að safna kröftum í stórárás.  Að minnsta kosti virðast þær vera búnar að átta sig á því hver ber ábyrgð á þessum fyrirgangi öllum því að Baltasar virðist vera þeirri eftirlætis skotmark og sá eini sem þeim hefur tekist að blóðga enn sem komið er.

En eins og sést á myndunum hafa veðurguðirnir verið okkur hliðhollir og baðað okkur sólskini þessa fyrstu daga.  Hér að neðan flatmagar Förðunar og Búningadeildin upp við húsvegg.  Ásta Hafþórsdóttir "Sminka" vinstra megin og Helga Stefánsdóttir búningahönnuður hægra megin.

1387799961_ae9e8eec50

Í næturtökunum er að vísu aðeins svalara, eins og við er að búast, og þá stendur ekki á Helgu að skaffa voðir og hlífðarföt fyrir leikarana að skýla sér með.  Hér sitja Hilmir Snær og mótleikkona hans Laufey Elíasdóttir, sem túlkar persónu Þóru, undir teppi rétt undir miðnætti.

1387800139_dca6c23bf8

Og svo "Misstum við ljós" eins og það er kallað þegar ekki er hægt að taka lengur og urðum að pakka saman í bili og halda heim á leið í Vog, gamla gistihúsið þar sem matsalurinn okkar er staðsettur.

1388696120_1e4e4c53aa

Og þar átum við miðnætursnarl hjá Núma við þýðan gítarleik Jóhanns Sigurðarssonar (Sem túlkar persónu Lárusar Gistihússeiganda)

1388694938_653a9b9b48

1387799009_32e0b18d2a

Að næturverði loknum var haldið heim í Rafveitubústaðinn, og Vegamót og Ásgarð og Línukot og öll hin litlu húsin sem hýsa okkur á meðan dvölinni stendur.

Þegar ég lagðist aftur og lokaði augunum rifjuðust upp fyrir mér línur Séra Sigurðar Einarssonar í Holti sem Amma fór með í bílnum á leiðinni upp á heiðina fyrr um daginn.
   
    Geturðu sofið um sumarnætur
        Er senn kemur brosandi dagur
    Hlýnar þér ekki um hjartarætur
        Hve heimur vor er fagur.

Bestu kveðjur úr Flatey

Ólafur Egill Egilsson.

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband